Viðskipti innlent

Farþegum Iceland Express fjölgar um 35%

Farþegar Iceland Express voru tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða 35 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Það sem af er ágústmánuði hefur farþegum einnig fjölgað umtalsvert miðað við ágúst í fyrra.

„Farþegum félagsins fjölgaði á flesta áfangastaði, sem Iceland Express flýgur til," segir ennfremur. „Þá hefur New York slegið í gegn sem áfangastaður, enda hefur félagið ákveðið að fljúga þangað allan ársins hring og daglega frá júníbyrjun á næsta ári." Þá hefur félagið einnig ákveðið að taka upp áætlunarflug til Boston og Chicago næsta sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×