Viðskipti erlent

Sjálfbærastir sjötta árið í röð

Sjötta árið í röð hefur BMW verið metinn „sjálfbærasti“ bílaframleiðandi heims.
Sjötta árið í röð hefur BMW verið metinn „sjálfbærasti“ bílaframleiðandi heims.

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálfbærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bílaframleiðandinn er í efsta sæti á listanum.

„Sjálfbærnivísitalan byggir á greiningu á frammistöðu og framgöngu fyrirtækja í efnahagsmálum, umhverfismálum og félagsmálum. BMW er eini framleiðandinn í bílaiðnaðinum sem verið hefur á listanum frá stofnun hans árið 1999“, segir í tilkynningu. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×