Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa 10. nóvember 2010 03:00 Geir Jón Þórisson Flestir eru með myndavél í farsímanum og geta sent ábendingar á netfangið abending@lrh.is. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira