Lífið

Skítadreifarinn virkaði: MS sigraði Morfís

Már Vilhjálmsson, skólameistari MS, mætti sjálfur með skóflu og mokaði upp skítinn sem nemendur hans sturtuðu á tröppur Verzló.
Már Vilhjálmsson, skólameistari MS, mætti sjálfur með skóflu og mokaði upp skítinn sem nemendur hans sturtuðu á tröppur Verzló. Fréttablaðið/GVA

Menntaskólinn við Sund vann Verzló í úrslitum Morfís í gærkvöldi. Úrslitin fóru fram í Háskólabíó þar sem fjöldi nemenda mætti til að hvetja lið sitt áfram.

MS eldaði grátt silfur við Verzló í aðdraganda keppninnar. Þegar Verzlingar mættu í skólann á þriðjudagsmorgun höfðu nemendur sturtað fjalli af skít á tröppur skólans um nóttina.

Morfís er mælsku- og ræðukeppni framhaldsskólanna. Umræðuefnið í gær var staðhæfingin „fáfræði er sæla". MS mælti með þessu en Verzló gegn. Að leikslokum stóðu MS-ingar uppi sem sigurvegarar og stuðningsmaður liðsins, Atli Hjaltested, hlaut titilinn Ræðumaður Íslands 2010. Sigurlaunin voru, auk bikara, blómvanda og medalía, 200 þúsund króna gjafabréf fyrir utanlandsferð.

Keppninni var útvarpað beint á Rás 2 og hægt er að nálgast upptökur af henni á vef Ríkisútvarpsins.


















Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×