Segir engar skuldir verða afskrifaðar 22. júlí 2010 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson áætlar að um fimm ár muni taka að greiða upp skuldir við innlenda og erlenda lánardrottna. Hann mun starfa fyrir lánardrottnana þar til skuldirnar eru greiddar. Fréttablaðið/Valli Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira