Segir engar skuldir verða afskrifaðar 22. júlí 2010 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson áætlar að um fimm ár muni taka að greiða upp skuldir við innlenda og erlenda lánardrottna. Hann mun starfa fyrir lánardrottnana þar til skuldirnar eru greiddar. Fréttablaðið/Valli Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður hefur gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína um heildaruppgjör skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Björgólfi að engar skuldir verði afskrifaðar. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir Björgólfs við innlenda og erlenda lánardrottna tæplega 1.200 milljörðum króna, segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, félags Björgólfs Thors. Það eru um tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, sem eru 555 milljarðar króna í ár. Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Arður af eignarhlutum í félögunum, sem og verðmæti þeirra verði þeir seldir, munu fara upp í skuldir Björgólfs Thors við innlenda og erlenda lánardrottna. Sama gildir um persónulegar eignir hans, til dæmis húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Samhliða allsherjar uppgjöri á skuldum Björgólfs Thors var gert samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Björgólfur verður áfram leiðandi hluthafi í félaginu og mun áfram sitja í stjórn þess. Haft er eftir Björgólfi í tilkynningu að hann muni eyða næstu árum í störf í þágu lánardrottna, og umsvif hans verði þar af leiðandi mun minni en áður. Hann segist eigi að síður fagna þessari niðurstöðu, enda hafi hann alltaf stefnt að því að ljúka uppgjöri við lánardrottna sína með sóma. „Ég hef alltaf litið svo á þegar ég hef höndlað með háar fjárhæðir í eigin þágu að ég geti ekki gengið frá viðskiptunum án nokkurra persónulegra eftirmála ef og þegar allt fer á versta veg," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. Hann segir að með samkomulaginu verði hægt að byggja upp eignir og selja á sanngjörnu verði síðar. Björgólfur segist jafnframt binda miklar vonir við að eignarhluti hans í Actavis muni ekki aðeins greiða allar hans skuldir, heldur vaxa umfram það. „Á undanförnum árum tók ég margar ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar á þeim tíma. Ég vísa til þess að enn hefur ekkert það komið fram sem gefið hefur tilefni til málshöfðunar gegn mér eða leitt hefur til riftunar samninga sem ég er aðili að. Þvert á móti hefur komið fram í fjölmiðlum að engin tilefni séu til slíks, hvorki hjá Landsbanka né Straumi. Ég er þess fullviss að ekkert slíkt tilefni gefst, enda tel ég mig engin lög hafa brotið," er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljósum mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá afsökunarbeiðni ítreka ég," segir þar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira