Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 22:00 Mynd/Daníel Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins