Enski boltinn

Mancini ræddi við alla ítölsku stjórana nema Capello

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AP

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur byrjað frábærlega með City-liðið en undir hans stjórn hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína með markatölunni 10-1. Það hefur hjálpað Mancini að aðlagast enska boltanum að hann leitaði góðra ráða frá löndum sínum í Englandi áður en hann fór til Manchester.

„Ég hringdi í alla ítölsku þjálfarana sem unnu hér; Carlo [Ancelotti], [Roberto] Di Matteo og [Gianfranco] Zola. Þeir voru allir mjög almennilegir," sagði Mancini í viðtali hjá Corriere dello Sport.

Ítalski blaðamaðurinn spurði þá hvort að Mancini hafi heyrt frá Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englendinga. „Nei, ég hef ekkert heyrt í Capello," svaraði Mancini að bragði.

Mancini ræddi einnig aðeins um framtíðarplön sín í viðtalinu. „Ég vil þjálfa ítalska landsliðið einn daginn eða jafnvel eitthvert annað landslið. Ég er núna stjóri Manchester City og vonast til að vera það í mörg ár til viðbótar," sagði Roberto Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×