Enski boltinn

Hefur Arsene Wenger áhuga á Louis Saha?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Saha er öflugur framherji.
Louis Saha er öflugur framherji. Mynd/AFP

Louis Saha gæti verið á leiðinni til Arsenal fari ekki að koma niðurstaða í samningarviðræður hans og Everton en Saha vill fá 60 þúsund pund á viku fyrir þriggja ára samning. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hrósað landa sínum og Telegraph segir hann vilja kaupa Saha til Arsenal.

Louis Saha hefur skorað tíu mörk í 17 leikjum með Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hann er markahæsti leikmaður liðsins. Saha skoraði 6 mörk í 24leikjum í deildinni í fyrra.

Wenger er að leita sér að nýjum framherja og á óskalista hans eru einnig sagðir vera Carlton Cole hjá West Ham og Andre-Pierre Gignac hjá Toulouse.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×