Lífið

Golfmótaröð fyrir norðan: Heilt naut í verðlaun

Ellý Ármanns skrifar
„Seinni golfmótin verða auglýst á laugardaginn kemur því dagsetningar eru ekki endanlega ákveðnar," sagði Jón Bergur sem á og rekur níu holu völl rétt hjá Akureyri.
„Seinni golfmótin verða auglýst á laugardaginn kemur því dagsetningar eru ekki endanlega ákveðnar," sagði Jón Bergur sem á og rekur níu holu völl rétt hjá Akureyri.

„Golfmótið verður haldið næsta laugardag á Þverárvelli í Eyjafjarðarsveit. Þetta er svokölluð golfmótaröð," útskýrði Jón Bergur Arason mótshaldari spurður út í mótið.

„Það verða haldin fjögur golfmót og þetta er það fyrsta. Þeir sem ljúka að minnsta kosti þremur mótum eiga möguleika á að fá aðalverðlaunin sem er heilt naut."

Erum við að tala um sprelllifandi naut í 1. verðlaun? „Já það verður að hafa þetta öðruvísi. Nautið kemur frá Garði Eyjafjarðarsveit. Það verður afhent lifandi en Norðlenska ætlar að slátra því," svaraði Jón Bergur.

„Matur er náttúrulega það verðmætasta sem til er í dag," bætti hann við.

Sjá nánar hér.

Ath:Keppendur skrá sig á mótstað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.