Viðskipti erlent

Dönum í skuldakreppu fjölgar verulega

Fjöldi þeirra Dana sem ekki getur borgað skuldir sínar vex hröðum skrefum þessa daganna samkvæmt tölum frá fógetaréttum landsins.

Samkvæmt frétt í Jyllands Posten hefur málafjöldinn við fógetaréttina á Norður Sjálandi til að mynda aukist um 60% milli áranna 2007 og 2009. Málafjöldinn var 21 þúsund mál árið 2007 en fór í 34,5 þúsund mál í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá fógetaréttinum í Hilleröd er fjármálakreppan orsök þess að fólk getur ekki lengur borgað skuldir sínar. Telur rétturinn að um þriðjungur þess fólks sem dregið er fyrir réttinn af lánadrottnum sínum sé svo illa statt að það er í raun gjaldþrota.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×