Íslenski boltinn

Valur úr leik í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valsstúlkur fögnuðu ekki í dag.
Valsstúlkur fögnuðu ekki í dag.

Kvennalið Vals hefur lokið keppni í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir jafntefli á heimavelli, 1-1, í síðari leiknum gegn spænska liðinu Rayo Vallecano.

Spænska liðið vinnur því rimmuna 4-1 samtals en þær unnu fyrri leikinn heima 3-0.

Leikurinn í dag var ekki upp á marga fiska. Lítið um færi og góð tilþrif.

Markalaust var í leikhléi en á 57. mínútu slapp Adriana í gegnum vörn Vals. Hún lék á Maríu í markinu og skoraði í tómt markið.

Pála Marie Einarsdóttir fékk að líta rauða spjaldið níu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir það tókst Valsstúlkum að jafna á 88. mínútu en það var reyndar klaufalegt sjálfsmark hjá Maria Galan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×