Erlent

Það getur verið hollt að vera skapillur og hvumpinn

Skapillir einstaklingar geta nú tekið gleði sína að nýju því rannsókn sýnir að það getur verið fólki hollt að vera í slæmu skapi og vanlíðan.

Rannsóknin sem hér um ræðir var unnin af sálfræðiprófessornum Joe Forgas við háskólann í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Helstu niðurstöður hennar eru að fólk sem er í slæmu skapi á betra en þeir brosmildu með að taka ákvarðanir, láta síður blekkja sig og hugsa skýrar.

Í umfjöllun um rannsóknina á BBC segir að meðal niðurstaðna Forgas er að persóna sem er hvumpin ráði betur við erfiðar aðstæður en hinir hamingjusömu vegna þess hvernig heilinn vinnur úr flóknum upplýsingum.

Sjálfur segir Forgas að þeir sem eru léttir í skapi séu yfirleitt meira skapandi og sveigjanlegir en þeir skapþungu á móti meira meðvitaðir, hugsa af meiri varkárni og taka meira eftir nánasta umhverfi sínu.

Í fyrri rannsóknum Forgas hefur hann meðal annars fundið út að veðurfar hefur svipuð áhrif á okkur. Þungbúnir rigingadagar skerpa á minninu á meðan að heiðskírir og sólríkir dagar gera fólk gleymið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×