Handbolti

Fram skellti Stjörnunni í Safamýri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stella Sigurðardóttir átti flottan leik í liði Fram í kvöld.
Stella Sigurðardóttir átti flottan leik í liði Fram í kvöld.

Bikarmeistarar Fram lögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar, 30-28, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna í kvöld. Fram getur því komist í úrslit með sigri í Mýrinni á sunnudag.

Fram var sterkara liðið allan tímann og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Stjarnan klóraði í bakkann og minnkaði muninn í tvö mörk, 18-16.

Þá steig Fram á bensínið á nýjan leik og náði mest tíu marka forskoti, 28-18. Framstelpur slökuðu á klónni undir lokin og þó svo sigurinn hafi aðeins verið með tveimur mörkum í lokin var hann aldrei í hættu.

Stella Sigurðardóttir var markahæst í liði Fram með 7 mörk en Pavla Nevarilova skoraði 5. Íris Björk Símonardóttir varði rúmlega 20 skot í leiknum.

Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 8 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×