Vettel hræðist ekki veðurspánna 17. apríl 2010 08:09 Sebastian Vettel ók listavel í tímatökunni í Sjanghæ í dag á Red Bull. Mynd: Getty Images Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag. Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag.
Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Fleiri fréttir Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira