Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar 16. febrúar 2010 05:45 Í hár saman Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands, skammaði Evu Maríu Jónsdóttur og Ragnhildi Steinunni fyrir klæðnað þeirra á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hönnuður kjólanna, Birta Björnsdóttir hjá Júníformi, segir þetta vera sleggjudóma og hroka hjá fagstjóranum. „Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. „Þau hjá RÚV bera ekkert skynbragð á því hvað er gott þegar kemur að sjónlistum. RÚV hefur ákveðna ábyrgð og því ber að sýna fagmennsku og kynna það besta sem er í gangi hverju sinni en þarna var einfaldlega hið gagnstæða gert," segir Linda og bætir því við að þetta sé ekki hennar persónulega álit heldur væri bréfið byggt á faglegum forsendum. „Þetta snýst ekki bara um fatahönnunina heldur eru bæði leikmyndirnar sem RÚV notast við og förðunin ljót og hallærisleg," segir Linda. Umræddir kjólar sem þær Ragnhildur og Eva Maríu klæddust voru hannaðir af Birtu Björnsdóttur sem á og rekur verslunina Júníform. Í yfirlýsingu sem Birta sendi Fréttablaðinu kemur fram að kjólarnir hafi fengið mjög jákvæða umfjöllun, meðal annars í færeysku dagblaði: „…þar sem fjallað var um hve miklu betur íslensku kynnarnir litu út heldur en þeir dönsku," segir í yfirlýsingu Birtu. „Ef til vill hefðum við betur fylgt danska fordæminu og verið í „nýjustu tísku". Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands komi fram í fjölmiðlum, með sterka sleggjudóma sem þessa á íslenskan fatahönnuð, faglærðan eða ekki. Hönnuð sem rekið hefur merki á Íslandi í þetta langan tíma við sívaxandi vinsældir. Það væri nú eflaust áfall fyrir hana Lindu að vita hve margir kaupa hönnun júniform og kannski áttar hún sig þá á eigin hroka, í garð fatasmekks íslensku þjóðarinnar. Ég vísa nú þessari gagnrýni hennar aftur til föðurhúsanna, gagnrýni sem greinilega ber sterkan keim af biturð hennar, sökum þess að hennar nemendur fengu ekki verkið." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. „Þau hjá RÚV bera ekkert skynbragð á því hvað er gott þegar kemur að sjónlistum. RÚV hefur ákveðna ábyrgð og því ber að sýna fagmennsku og kynna það besta sem er í gangi hverju sinni en þarna var einfaldlega hið gagnstæða gert," segir Linda og bætir því við að þetta sé ekki hennar persónulega álit heldur væri bréfið byggt á faglegum forsendum. „Þetta snýst ekki bara um fatahönnunina heldur eru bæði leikmyndirnar sem RÚV notast við og förðunin ljót og hallærisleg," segir Linda. Umræddir kjólar sem þær Ragnhildur og Eva Maríu klæddust voru hannaðir af Birtu Björnsdóttur sem á og rekur verslunina Júníform. Í yfirlýsingu sem Birta sendi Fréttablaðinu kemur fram að kjólarnir hafi fengið mjög jákvæða umfjöllun, meðal annars í færeysku dagblaði: „…þar sem fjallað var um hve miklu betur íslensku kynnarnir litu út heldur en þeir dönsku," segir í yfirlýsingu Birtu. „Ef til vill hefðum við betur fylgt danska fordæminu og verið í „nýjustu tísku". Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands komi fram í fjölmiðlum, með sterka sleggjudóma sem þessa á íslenskan fatahönnuð, faglærðan eða ekki. Hönnuð sem rekið hefur merki á Íslandi í þetta langan tíma við sívaxandi vinsældir. Það væri nú eflaust áfall fyrir hana Lindu að vita hve margir kaupa hönnun júniform og kannski áttar hún sig þá á eigin hroka, í garð fatasmekks íslensku þjóðarinnar. Ég vísa nú þessari gagnrýni hennar aftur til föðurhúsanna, gagnrýni sem greinilega ber sterkan keim af biturð hennar, sökum þess að hennar nemendur fengu ekki verkið." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“