Kraftmiklir vinnuþjarkar í ofurgrúppunni Dead Weather 6. maí 2010 19:00 Jack White og félagar í rokksveitinni The Dead Weather gefa nú út sína aðra plötu, Sea of Cowards. Bandaríska rokksveitin The Dead Weather gefur eftir helgi út sína aðra plötu, Sea of Cowards. Minna en ár er liðið síðan sú fyrsta, Horehound, kom út við góðar undirtektir. The Dead Weather var stofnuð í Nashville í Tennessee á síðasta ári. Þetta er sannkölluð ofurgrúppa sem samanstendur af Jack White, forsprakka The White Stripes, Alison Mosshart úr The Kills og Discount, Dean Fertita úr Queens of the Stone Age og Jack Lawrence úr The Raconteurs og The Greenhornes. Tónlistin er grípandi blanda af rokki og blús og einfaldleikinn í fyrirrúmi. Hljómsveitin varð til eftir að The Kills fór á tónleikaferð með The Raconteurs, hliðarverkefni Whites, í október 2008. Á síðasta degi ferðarinnar fór Mosshart yfir í tónleikarútu The Raconteurs og heim til Whites í Nashville þar sem þau tóku upp efni saman. Nokkrum mánuðum síðar hringdi White í Mosshart og lagði til að þau héldu áfram samstarfinu og tækju upp stóra plötu, enda átti hann talsvert af lögum á lager. „Í janúar hittumst við öll og byrjuðum að taka upp," segir Mosshart. „Við unnum við eitt lag á dag en við höfðum aldrei spilað saman áður en upptökurnar hófust. Þremur vikum síðar vorum við nánast tilbúin með plötu." Hún segir að upphaflega hafi The Dead Weather verið hugsuð sem stakt verkefni en ekki hljómsveit. „Við héldum að við myndum bara gera þrjár eða fimm sjö tommu smáskífur, svona svalar listrænar útgáfur. En því meira sem við tókum upp og spiluðum saman því meira fundum við fyrir kraftinum sem var að byggjast upp," segir Mosshart. „Við unnum dag og nótt á miklum hraða enda höfðum við ekki mikinn tíma. Við tókum hundruð ljósmynda og bjuggum til 150 umslög fyrir sjö tommur. Þetta var sannkölluð hvirfilbyls-vinna og alveg einstaklega skemmtileg." Fyrstu tónleikar sveitarinnar voru við opnun Third Man Records, útgáfufyrirtækis Whites, í Nashville í mars á síðasta ári og í kjölfarið kom út smáskífan Hang You from the Heavens. Platan Horehound kom út í júlí og fór hún beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans. Vakti hún almennt góð viðbrögð tónlistarunnenda, rétt eins og flest það sem Jack White kemur nálægt. Nýja platan, Sea of Cowards, kemur út næsta þriðjudag, tæpu ári eftir útgáfu Horehound, með smáskífulagið Die by the Drop í fararbroddi. Þessi hraða framleiðsla kemur ekki á óvart þegar vinnuþjarkurinn White er annars vegar enda virðist orðið „afslöppun" ekki til í orðaforða hans. freyr@frettabladid.is Hér er nýtt myndband við lagið Die By The Drop með The Dead Weather. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríska rokksveitin The Dead Weather gefur eftir helgi út sína aðra plötu, Sea of Cowards. Minna en ár er liðið síðan sú fyrsta, Horehound, kom út við góðar undirtektir. The Dead Weather var stofnuð í Nashville í Tennessee á síðasta ári. Þetta er sannkölluð ofurgrúppa sem samanstendur af Jack White, forsprakka The White Stripes, Alison Mosshart úr The Kills og Discount, Dean Fertita úr Queens of the Stone Age og Jack Lawrence úr The Raconteurs og The Greenhornes. Tónlistin er grípandi blanda af rokki og blús og einfaldleikinn í fyrirrúmi. Hljómsveitin varð til eftir að The Kills fór á tónleikaferð með The Raconteurs, hliðarverkefni Whites, í október 2008. Á síðasta degi ferðarinnar fór Mosshart yfir í tónleikarútu The Raconteurs og heim til Whites í Nashville þar sem þau tóku upp efni saman. Nokkrum mánuðum síðar hringdi White í Mosshart og lagði til að þau héldu áfram samstarfinu og tækju upp stóra plötu, enda átti hann talsvert af lögum á lager. „Í janúar hittumst við öll og byrjuðum að taka upp," segir Mosshart. „Við unnum við eitt lag á dag en við höfðum aldrei spilað saman áður en upptökurnar hófust. Þremur vikum síðar vorum við nánast tilbúin með plötu." Hún segir að upphaflega hafi The Dead Weather verið hugsuð sem stakt verkefni en ekki hljómsveit. „Við héldum að við myndum bara gera þrjár eða fimm sjö tommu smáskífur, svona svalar listrænar útgáfur. En því meira sem við tókum upp og spiluðum saman því meira fundum við fyrir kraftinum sem var að byggjast upp," segir Mosshart. „Við unnum dag og nótt á miklum hraða enda höfðum við ekki mikinn tíma. Við tókum hundruð ljósmynda og bjuggum til 150 umslög fyrir sjö tommur. Þetta var sannkölluð hvirfilbyls-vinna og alveg einstaklega skemmtileg." Fyrstu tónleikar sveitarinnar voru við opnun Third Man Records, útgáfufyrirtækis Whites, í Nashville í mars á síðasta ári og í kjölfarið kom út smáskífan Hang You from the Heavens. Platan Horehound kom út í júlí og fór hún beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans. Vakti hún almennt góð viðbrögð tónlistarunnenda, rétt eins og flest það sem Jack White kemur nálægt. Nýja platan, Sea of Cowards, kemur út næsta þriðjudag, tæpu ári eftir útgáfu Horehound, með smáskífulagið Die by the Drop í fararbroddi. Þessi hraða framleiðsla kemur ekki á óvart þegar vinnuþjarkurinn White er annars vegar enda virðist orðið „afslöppun" ekki til í orðaforða hans. freyr@frettabladid.is Hér er nýtt myndband við lagið Die By The Drop með The Dead Weather.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira