Enski boltinn

Mikilvægara að halda Rooney en Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Nemanja Vidic, varnarmaður Man. Utd, segir að það hafi skipt félagið meira máli að halda Wayne Rooney innan raða félagsins en Cristiano Ronaldo sem fór til Real Madrid eins og allir vita.

„Ef við áttum að halda einum leikmanni þá var það Rooney en ekki Ronaldo. Ég tek ekkert af Ronaldo en það er ekki erfiðara að spila gegn neinum manni eins og Rooney. Hann hefur sömu hæfileika og Ronaldo. Hann hefur einnig hörku á dugnað sem á sér fáa líka," sagði Vidic um félaga sinn.

„Auðvitað er Ronaldo frábær leikmaður en við erum samt frábært lið án hans."







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×