Innlent

Hosmany Ramos áfram í gæsluvarðhaldi

Hosmany Ramos.
Hosmany Ramos. Mynd/GVA
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Brasilíumanninum Ramos Hosmany en hann hefur verið í haldi síðan hann kom til Íslands síðasta sumar.

Ramos, sem afplánaði 25 ára fangelsisdóm í föðurlandinu fyrir vopnað rán og mannrán, átti eftir að afplána rúmlega ellefu ár þegar honum skaut upp á Keflavíkurflugvelli í ágúst. Brasilísk yfirvöld vilja fá hann framseldan en enginn framsalssamningur er á milli landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×