Lífið

Kesha hirðir föt af götunni

Kesha segist nota tónlist sína til að hefna sín á fólki.  nordicphotos/getty
Kesha segist nota tónlist sína til að hefna sín á fólki. nordicphotos/getty

Hin vilta Kesha segist nota tónlistina til að hefna sín á fólki sem hefur gert eitthvað á hennar hlut.

„Ein stelpa stal bílnum mínum þannig að ég samdi lag sem kallast Backstabber. Þegar ég sé svo þúsund manns syngja við lagið á tónleikum þá hugsa ég með mér: „Hafðu þetta Jeanie. Þú abbaðist upp á ranga konu.“ Kesha sló í gegn með lagið Tik Tok sem kom út síðla árs 2009.

Söngkonan segist einnig hafa gaman af því að klæðast notuðum fötum og vill helst ekki kaupa sér nýjar flíkur. „Ef ég finn flíkur úti á götu þá hirði ég þær. Ég er eins og gullgrafari þegar ég geng um götur Los Angeles, ég er alltaf í leit að fjársjóði. Mér finnst líka skemmtilegra að klæðast notuðum fötum af því að það er saga á bak við hverja flík,“ sagði söngkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.