Lífið

Indverskur tölvuleikur um eldgosið

Volcano Flight Control er einfaldur en nokkuð nettur.
Volcano Flight Control er einfaldur en nokkuð nettur.
Tölvuleikjafyrirtækið Games2win hefur gefið út tölvuleikinn Volcano Flight Control. Fyrirtækið býr til ókeypis netleiki af öllum gerðum og er eitt af 20 stærstu fyrirtækjum heims í þeim bransa.

Leikurinn er innblásinn af eldgosinu í Eyjafjallajökli og samgönguvandræðunum sem sköpuðust í kjölfarið. Leikmenn spila sem flugmenn og reyna að fljúga framhjá öskuskýjum. Því lengra sem flogið er, því meiri stig.

„Netleikir sameina fólk út um allan heim. Við reynum eftir fremsta megni að koma fólki á óvart með sniðugum leikjum sem tengjast málefnum líðandi stundar. Þetta er sögulegur atburður sem fólk á eftir að minnast lengi og við erum sannfærðir um að fólk eigi eftir að taka leiknum fagnandi," segir Alok Kejriwal, forstjóri Games2win.

Bæði er hægt að spila leikinn á heimasíðunni gangofgamers.com og á Facebook. Þegar hann er spilaður á Facebook ætlast höfundar hans til þess að fólk hvetji vini sína til að gera betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×