Kubica þakklátur öryggiskröfum eftir óhapp 11. júní 2010 12:54 Robert Kubica ekur með Renault, en vann síðasta mótið í Kanada sem fór fram árið 2008. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica. Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica.
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira