Lífið

Hurts spilar á Airwaves

Breska sveitin Hurts spilar á Iceland Airwaves í haust.
Breska sveitin Hurts spilar á Iceland Airwaves í haust.
Ein heitasta hljómsveit Bretlands af yngri kynslóðinni, elektróbandið Hurts, spilar á tónlistar­hátíðinni Iceland Airwaves í haust.

Hún kemur frá Manchester, eins og svo margar góðar breskar sveitir, og er skipuð Theo Hutchcraft og Adam Anderson. Fyrsta smáskífulag Hurts, Wonderful Life, kom út á síðasta ári og fyrir skömmu kom út nýtt lag, Better Than Love.

Fyrsta plata sveitarinnar er væntanleg í ágúst. Breska ríkisútvarpið, BBC, spáir henni frama á þessu ári og verður athyglisvert að fylgjast með frammistöðu hennar á Airwaves.

Miðasala á Airwaves er í fullum gangi en miðaverð hækkar 1. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.