Viðskipti erlent

Könnun: 70% Dana ánægðir með skattabyrði sína

Nú skoðanakönnun sýnir að sjö af hverjum tíu Dönum borga hæstu skatta heimsins með ánægju eða telja að skattabyrðin sé hæfileg fyrir þá.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að ekki sé mikill munur á þessari skoðun eftir því hvaða stjórnmálaskoðanir fólk hafi. Jafnvel harðasti kjarni kjósenda borgaralegu flokkana í Danmörku er ánægður með skattabyrðar sínar.

Þannig vilja 37% kjósenda Íhaldsflokksins og 44% kjósenda Venstre flokksins ekki að skattar sínir verði lækkaðir.

Einn sérfræðingur sem börsen ræddi við um málið segir að ástæðan fyrir þessu sé að hluta til að borgarflokkarnir, sem nú fara með völdin í Danmörku, fylgi jafnvel meiri velferðarstefnu en vinstri flokkarnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×