Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Grikklands lækkuð

Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Mynd/AP
Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Mynd/AP
Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfieinkunn ríkissjóðs Grikklands. Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Einkunnin lækkar úr BBB+ í BBB- en að mati fyrirtækisins eru horfur neikvæðar.

Evruríkin 16 sem komu sér saman í lok síðasta mánaðar að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð. Samkomulagið felur í sér að Grikkjum verði veitt rúmlega 20 milljarða evra lán, en aðeins ef aðrir lánamöguleikar á frjálsum markaði lokist alveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×