Komast ekki heim með barn staðgöngumóður 18. desember 2010 08:00 Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. Myndin er úr safni. „Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fleiri fréttir Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sjá meira
„Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fleiri fréttir Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sjá meira