Handbolti

Løke fær að spila á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur endurskoðað þá ákvörðun sína að meina norska línumanninum Frank Løke að spila með Norðmönnum á EM.

Løke gerði þau mistök fyrir tímabilið að semja við tvö félög á sama tíma. Hann gerði samning við bæði danska liðið Skjern og króatíska félagið Zagreb.

Á endanum valdi hann þó Zagreb. EHF var ekki hrifin af þessum tilburðum Norðmannsins og meinaði honum í kjölfarið að spila með Zagreb í Meistaradeildinni og hann átti ekki heldur að fá að spila á EM í Austurríki en hefur nú fengið grænt ljós á að spila í mótinu.

Norðmenn eru afar kátir með þessi tíðindi enda er Løke einn öflugasti línumaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×