Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn 20. maí 2010 06:00 Mikið magn Tugir tonna af kókaíni sem fundust í melassadunkum í Ekvador urðu til þess að Sigurður var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er ljóst hvar rannsókn þess máls stendur ytra, en ýmsir menn sem voru handteknir í Evrópu vegna þess hafa verið fríaðir sök.Fréttablaðið / ap Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira