Viðskipti innlent

Þorskurinn skilar þriðjungi

Aflaverðmæti þorskafurða nam 36,9 milljörðum árið 2009. Heildaraflaverðmæti var 115 milljarðar svo 32 prósent þess liggja í þorskinum.

Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að aflaverðmætið hafi lækkað um 2,8 prósent að raungildi, þ.e. á föstu verðlagi.

Á árinu 2009 voru veidd 189 þúsund tonn af þorski sem er 38 þúsund tonnum meira en 2008. Aflaverðmætið jókst um 4,7 milljarða sem þýðir 20 prósent raunverðslækkun. - shá








Fleiri fréttir

Sjá meira


×