Lífið

Afmælisblástur

Hér er mynd af æfingu á 6. áratugnum. Albert Klahn stjórnar af röggsemi.
Hér er mynd af æfingu á 6. áratugnum. Albert Klahn stjórnar af röggsemi.

Hinn 31. janúar sl. voru liðin 60 ár frá stofnun Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í dag í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Haft var samband við flesta sem starfað hafa með lúðrasveitinni á liðnum árum og þeim boðið að taka þátt í þessum tónleikum. Viðbrögð voru góð og hafa milli 50 og 60 manns æft stíft að undanförnu. Afrakstursins fá tónleikagestir að njóta á þessum tónleikum.

Efnisskráin er fjölbreytt og spannar sögu sveitarinnar. Göngulög verða áberandi, ættjarðarlög og skemmtimúsík verða leikin í bland. Stjórnendur á tónleikunum eru þeir Stefán Ómar Jakobsson og Hans Ploder. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og það er ókeypis aðgangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.