Körfubolti

NBA-deildin: Billups hafði betur gegn Bryant

Ómar Þorgeirsson skrifar
Chauncey Billups og Kobe Bryant.
Chauncey Billups og Kobe Bryant. Nordic photos/AFP

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar 113-126 sigur Denver Nuggets á La Lakers í Staples Center en staðan var 64-59 heimamönnum í Lakers í vil í hálfleik.

Chauncey Billups fór hins vegar á kostum fyrir gestina og skoraði 39 stig sem er persónulegt met en hann setti niður níu af þrettán þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 33 stig þrátt fyrir að spila meiddur á ökkla.

Billups var að vonum ánægður eftir leikinn og sagði þetta allt snúast um sjálfsöryggi.

„Það er ekki nóg að tala bara um sjálfsöryggi menn verða að sýna það á vellinum. Þeir eru meistararnir þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vitum líka að við getum alveg staðist þeim snúninginn," sagði Billups sem skorði 21 stig í þriðja leikhlutanum en þá náðu gestirnir góðum tökum á leiknum.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers-Denver 113-126

Indiana-Detroit 107-83

Orlando-Washington 91-92

Boston-New Jersey 96-87

New York-Millwaukee 107-114

Atlanta-Chicago 91-81

Memphis-Houston 83-101

New Orleans-Philadelphia 94-101

Dallas-Minnesota 108-117

Sacramento-Phoenix 102-114







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×