Enski boltinn

Stoke vann Fulham í fimm marka leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Abdoulaye Diagne-Faye fagnar marki sínu í frostinu í kvöld.
Abdoulaye Diagne-Faye fagnar marki sínu í frostinu í kvöld. Mynd/AFP
Stoke vann 3-2 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var frestaður leikur vegna þátttöku Fulham í Evrópudeild UEFA. Stoke komst í 3-0 fyrri hálfleik en Fulham var næstum því búið að jafna leikinn undir lokin. Þetta var fyrsti sigur Stoke í sex leikjum.

Tuncay Sanli (skalli á 12. mínútu), Abdoulaye Faye (34. mínúta) og Mamady Sidibe (37.mínúta) komu Stoke í 3-0 eftir aðeins 37 mínútur en Damien Duff (61. mínúta) og Clint Dempsey (85. mínúta) minnkuðu muninn í seinni hálfleik.

Stoke komst upp í 10. sætið með sigrinum en liðið er nú þremur stigum og einu sæti á eftir Fulham-liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×