Þverbrestur þingsins Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. október 2010 06:00 Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Telja þeir að þingið hafi ekki reynst þeim vanda vaxið að kalla ráðherra til ábyrgðar á grundvelli 14. greinar stjórnarskrár sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál." Ég tek undir með pistlahöfundunum að það hefur verið átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi þingmanna gagnvart því ábyrgðarhlutverki sem þeir hafa í umboði almennings: Að skapa framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald. En hvað var það sem brást? Þegar sprungur myndast, þá verður einhvers staðar brestur undan þrýstingi og út frá honum rifnar stærri sprunga sem getur kvíslast og teygt sig bæði djúpt og langt. Brestur þessa máls varð í úrvinnslunni á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins. Þinginu bar að bregðast við niðurstöðum nefndarinnar og gera ráðstafanir til úrbóta í því efni. Skipuð var sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og lögmanns. Atla-nefndinni svokölluðu var falið með sérstakri samþykkt á Alþingi að vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Það tókst að hluta til. Tillögur nefndarinnar um almennar úrbætur á stjórnarfari okkar hlutu góðan hljómgrunn í þinginu og um þær var einhuga sátt. Öðru máli gegnir um þann þátt sem snýr að landsdómi - þar mistókst úrvinnslan hrapallega. Ástæðan er einfaldlega sú að Atla-nefndin lét sér ekki nægja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis þegar kom að spurningunni um að ákæra fyrrverandi ráðherra. RNA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrverandi ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hefðu brugðist starfsskyldum sínum sem ráðherrar efnahags- og fjármálakerfis með aðgerðaleysi og/eða vanrækslu sem þyrfti frekari rannsóknar við á réttum vettvangi. Rannsóknarnefndin undanskildi hins vegar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hlutverk hennar sem utanríkisráðherra væri ekki hægt að heimfæra á það sem gerðist í bankahruninu. Þar með var ekki dregið úr pólitískri ábyrgð hennar sem formanns Samfylkingarinnar á þeim tíma, heldur horft til ákvæða stjórnarskrár og laga um ráðherraábyrgð. Alþingi getur samkvæmt fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði aðeins kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra á viðkomandi málasviði, þ.e. því málasviði sem undir ráðuneytið heyra. Ég er sammála niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og greiddi atkvæði í samræmi við það þegar málið kom til kasta Alþingis í síðustu viku. Ég tel einnig að ef þingmannanefndin hefði haldið sig við niðurstöðu RNA hefði atkvæðagreiðslan í þinginu farið á annan veg en varð, og línur orðið mun skýrari. En þingmannanefndin gekk lengra. Meirihluti Atla-nefndarinnar vildi koma lögum yfir fleiri en þá sem skýrsla RNA gaf ástæðu til. Sá þrýstingur varð aftur til þess að nefndin þríklofnaði þar sem tveir vildu engan ákæra, tveir vildu ákæra þrjá, fimm vildu ákæra fjóra. Þarna varð sá þverbrestur í starfi nefndarinnar sem nú hefur teygt sig inn í þingið og dregið dilk á eftir sér. Þrýstingurinn sem þetta olli varð nefndinni og þinginu ofraun. Afleiðingin er sú að Alþingi Íslendinga hefur nú heykst á því að veita framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald og láta fara fram viðhlítandi rannsókn fyrir dómstólum á hlut stjórnvalda í hrunferlinu 2008. Nú verður það einungis einn maður sem mun standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir landsdómi - þegar hið rökrétta hefði verið að fagráðherrarnir í ríkisstjórn hans hefðu einnig sætt rannsókn á sömu forsendum og átt þess kost að verjast fyrir dómi. Þeir síðarnefndu verða nú lykilvitni í málaferlunum. Þeirra hlutskipti er orðið það að fá aldrei endanlegar lyktir síns máls á opinberum vettvangi, hvorki til sektar né sýknu. Eftir situr þjóðin höggdofa yfir niðurstöðunni, en þingheimur ráðvilltur, reiður og marg klofinn í afstöðu sinni. Afleit niðurstaða fyrir alla sem hlut eiga að þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Telja þeir að þingið hafi ekki reynst þeim vanda vaxið að kalla ráðherra til ábyrgðar á grundvelli 14. greinar stjórnarskrár sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál." Ég tek undir með pistlahöfundunum að það hefur verið átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi þingmanna gagnvart því ábyrgðarhlutverki sem þeir hafa í umboði almennings: Að skapa framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald. En hvað var það sem brást? Þegar sprungur myndast, þá verður einhvers staðar brestur undan þrýstingi og út frá honum rifnar stærri sprunga sem getur kvíslast og teygt sig bæði djúpt og langt. Brestur þessa máls varð í úrvinnslunni á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins. Þinginu bar að bregðast við niðurstöðum nefndarinnar og gera ráðstafanir til úrbóta í því efni. Skipuð var sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og lögmanns. Atla-nefndinni svokölluðu var falið með sérstakri samþykkt á Alþingi að vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Það tókst að hluta til. Tillögur nefndarinnar um almennar úrbætur á stjórnarfari okkar hlutu góðan hljómgrunn í þinginu og um þær var einhuga sátt. Öðru máli gegnir um þann þátt sem snýr að landsdómi - þar mistókst úrvinnslan hrapallega. Ástæðan er einfaldlega sú að Atla-nefndin lét sér ekki nægja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis þegar kom að spurningunni um að ákæra fyrrverandi ráðherra. RNA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrverandi ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hefðu brugðist starfsskyldum sínum sem ráðherrar efnahags- og fjármálakerfis með aðgerðaleysi og/eða vanrækslu sem þyrfti frekari rannsóknar við á réttum vettvangi. Rannsóknarnefndin undanskildi hins vegar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hlutverk hennar sem utanríkisráðherra væri ekki hægt að heimfæra á það sem gerðist í bankahruninu. Þar með var ekki dregið úr pólitískri ábyrgð hennar sem formanns Samfylkingarinnar á þeim tíma, heldur horft til ákvæða stjórnarskrár og laga um ráðherraábyrgð. Alþingi getur samkvæmt fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði aðeins kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra á viðkomandi málasviði, þ.e. því málasviði sem undir ráðuneytið heyra. Ég er sammála niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og greiddi atkvæði í samræmi við það þegar málið kom til kasta Alþingis í síðustu viku. Ég tel einnig að ef þingmannanefndin hefði haldið sig við niðurstöðu RNA hefði atkvæðagreiðslan í þinginu farið á annan veg en varð, og línur orðið mun skýrari. En þingmannanefndin gekk lengra. Meirihluti Atla-nefndarinnar vildi koma lögum yfir fleiri en þá sem skýrsla RNA gaf ástæðu til. Sá þrýstingur varð aftur til þess að nefndin þríklofnaði þar sem tveir vildu engan ákæra, tveir vildu ákæra þrjá, fimm vildu ákæra fjóra. Þarna varð sá þverbrestur í starfi nefndarinnar sem nú hefur teygt sig inn í þingið og dregið dilk á eftir sér. Þrýstingurinn sem þetta olli varð nefndinni og þinginu ofraun. Afleiðingin er sú að Alþingi Íslendinga hefur nú heykst á því að veita framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald og láta fara fram viðhlítandi rannsókn fyrir dómstólum á hlut stjórnvalda í hrunferlinu 2008. Nú verður það einungis einn maður sem mun standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir landsdómi - þegar hið rökrétta hefði verið að fagráðherrarnir í ríkisstjórn hans hefðu einnig sætt rannsókn á sömu forsendum og átt þess kost að verjast fyrir dómi. Þeir síðarnefndu verða nú lykilvitni í málaferlunum. Þeirra hlutskipti er orðið það að fá aldrei endanlegar lyktir síns máls á opinberum vettvangi, hvorki til sektar né sýknu. Eftir situr þjóðin höggdofa yfir niðurstöðunni, en þingheimur ráðvilltur, reiður og marg klofinn í afstöðu sinni. Afleit niðurstaða fyrir alla sem hlut eiga að þessu máli.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun