Álagningin á bensín eykst milli mánaða 11. nóvember 2010 06:00 Runólfur Ólafsson Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira