Enski boltinn

Ennþá langt í að Rio Ferdinand snúi aftur í vörn United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand í sínum síðasta leik sem var á móti Liverpool.
Rio Ferdinand í sínum síðasta leik sem var á móti Liverpool. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það sé ennþá langt í að enski landsliðsmiðvörðurinn Rio Ferdinand geti farið að spila með liðinu að nýju eftir meiðsli.

Rio Ferdinand er að glíma við erfið bakmeiðsli og hefur ekkert spilað með Manchester United síðan að hann leit illa út í viðureign sinni á móti Fernando Torres og Liverpool 25. október síðastliðinn.

Rio Ferdinand hefur verið að stíga góð spor í rétta átt með sjúkraþjálfurum Manchester United en það eru örugglega þrjár vikur til viðbótar í að hann geti farið að spila með liðinu á nýjan leik.

Rio Ferdinand er ekki eini varnarmaðurinn sem byrjar nýja árið í meiðslum. John O'Shea verður frá í tvo mánuði til viðbótar og það eru enn 10 dagar í að Jonny Evans spili með liðinu aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×