Viðskipti erlent

Glæsivillan hans Laudrups til sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup lét byggja húsið árið 1999. Mynd/ AFP.
Knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup lét byggja húsið árið 1999. Mynd/ AFP.
Fyrrum heimili knattspyrnugoðsagnarinnar Michaels Laudrups í Danmörku er nú til sölu.

Boðnar hafa verið 48 milljónir danskra króna í húsið. Upphæðin nemur um 960 milljónum íslenskra króna. Á danska viðskiptavefnum Börsen kemur fram að þetta tilboð þýði að húsið sé eitt af fimm verðmætustu íbúðarhúsunum í Danmörku.

Michaels Laudrup lét byggja húsið fyrir sig árið 1999. Laudrup er einn af þekktustu knattspyrnumönnum Danmerkur. Hann lék meðal annars bæði með spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×