Hótaði fangaverði lífláti í stroktilraun 6. janúar 2010 06:00 Gæsluvarðhald var framlengt enn einu sinni yfir brasilíska lýtalækninum Ramos í gær. Hann hefur ætíð áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, án árangurs. Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira