Viðskipti erlent

Styður aðeins ábyrg fyrirtæki

Ellefu manns létu lífið þegar eldur kom upp í olíuborpalli BP með þeim afleiðingum að hann sökk í síðasta mánuði. Fréttablaðið/AFP
Ellefu manns létu lífið þegar eldur kom upp í olíuborpalli BP með þeim afleiðingum að hann sökk í síðasta mánuði. Fréttablaðið/AFP

Enska biskupakirkjan ætlar að eiga áfram hlutabréf í olíufyrirtækinu BP þrátt fyrir olíuleka í Mexíkóflóa sem er talinn til mestu umhverfisslysa sögunnar. Breska dagblaðið Daily Mail sagði í gær kirkjuna ætla að selja hlutinn.

Kirkjan stýrir lífeyrissjóði þjóðkirkjupresta og á hlutabréf í BP fyrir jafnvirði sautján milljarða króna.

Kirkjan hefur lýst því yfir að hún viðhafi siðferðileg hlutabréfaviðskipti. Hún seldi hlut sinn í indverska námafyrirtækinu Vedanta í febrúar þegar upp komst að fyrirtækið braut á réttindum starfsfólks. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×