Massa ekki sáttur við frammistöðuna 11. maí 2010 09:30 Felipe Massa og Michael Schumacher ræða málin í Barcelona. Þeir störfuðu saman hjá Ferrari á sínum tíma. Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. "Vitanlega er ég ekki ánægður af því ég var 110% ánægður með bílinn í vetur og hvernig ég var að keyra og svo var ég 120% ánægður í fyrsta mótinu og við stóðum okkur vel í tímatökum og keppninni. En eftir að við fengu harðari dekk í næstu fjórum mótum, þá hef ég verið í vandræðum", sagði Massa í frétt á autosport.com. "Ég hef ekki getað notað dekkin þegar þau eru ný og þarf að finna út úr þessu og skilja. Ég er ekki á þeim hraða sem ég þarf að vera og verð að leysa vandamálið," sagði Massa. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið verði að gæta þess að Massa líði vel undir stýri. "Ég held að það hafi ekki verið upp á teningnum um helgina, því Massa fór að kvarta undan gripleysi frá fyrsta degi. Það hefur ekki gerst áður og Fernando var líka á sömu nótunum." "Við verðum að skoða hvað hægt er að gera varðandi bíl Massa. Kannski þarf að skoða uppsetningu bílsins og niðurtog, því hann er öflugur þegar bíllinn er í lagi", sagði Domenicali um málið í viðtali við BBC. Ferrari, Massa og Alonso keppa í Mónakó um næstu helgi, þannig að stutt er á milli móta að þessu sinni. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. "Vitanlega er ég ekki ánægður af því ég var 110% ánægður með bílinn í vetur og hvernig ég var að keyra og svo var ég 120% ánægður í fyrsta mótinu og við stóðum okkur vel í tímatökum og keppninni. En eftir að við fengu harðari dekk í næstu fjórum mótum, þá hef ég verið í vandræðum", sagði Massa í frétt á autosport.com. "Ég hef ekki getað notað dekkin þegar þau eru ný og þarf að finna út úr þessu og skilja. Ég er ekki á þeim hraða sem ég þarf að vera og verð að leysa vandamálið," sagði Massa. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið verði að gæta þess að Massa líði vel undir stýri. "Ég held að það hafi ekki verið upp á teningnum um helgina, því Massa fór að kvarta undan gripleysi frá fyrsta degi. Það hefur ekki gerst áður og Fernando var líka á sömu nótunum." "Við verðum að skoða hvað hægt er að gera varðandi bíl Massa. Kannski þarf að skoða uppsetningu bílsins og niðurtog, því hann er öflugur þegar bíllinn er í lagi", sagði Domenicali um málið í viðtali við BBC. Ferrari, Massa og Alonso keppa í Mónakó um næstu helgi, þannig að stutt er á milli móta að þessu sinni.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira