Rányrkja á makríl 2. september 2010 05:00 Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun