Fótbolti

Tveir leikmenn Juve fá áminningu frá félaginu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zebina fær hér rauða spjaldið gegn Fulham.
Zebina fær hér rauða spjaldið gegn Fulham.

Þeir Jonathan Zebina og Felipe Melo urðu sjálfum sér til skammar í Evrópuleiknum gegn Fulham í gær og félagið hefur nú brugðist við hegðun leikmannanna.

Zebina fékk rauða spjaldið er hann sparkaði viljandi í Damien Duff og það án nokkurrar ástæðu. Eftir leikinn lét hann stuðningsmenn félagsins síðan heyra það og sagðist vera búinn að fá ógeð á skítkastinu frá þeim.

Melo reyndi einnig að fá rautt spjald í leiknum með því að sparka í leikmann eins og Zebina. Hann slapp þó með gult spjald og var heppinn.

Melo hefur einnig rifist við stuðningsmenn en hann gerði það um daginn. Lét þá blótsyrðunum rigna yfir stuðningsmennina.

Forsvarsmenn Juve hafa samt látið duga að áminna leikmennina í stað þess að sekta þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×