Innlent

Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni

Guðlaugur og Björn áttu báðir sæti í ríkisstjórn haustið 2008.
Guðlaugur og Björn áttu báðir sæti í ríkisstjórn haustið 2008. Mynd/Valgarður Gíslason
Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Aðrir ráðherrar sendu þingmannanefndinni erindi sem í mörgum tilfellum voru stutt þar sem fram kemur að þeir geri ekki athugasemdir við skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Björn var menntamálaráðherra 1995-2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra 2003-2009. Hann var fyrst kjörin á þing árið 1991 en Björn sóttist ekki eftir endurkjöri í kosningunum vorið 2009. Guðlaugur var heilbrigðisráðherra 2007-2009. Hann hefur átt sæti á Alþingi frá 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×