Enski boltinn

Redknapp: Hefðum átt að nota Jordan

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Redknapp vildi nota Jordan til þess að fá HM.
Redknapp vildi nota Jordan til þess að fá HM.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að enska undirbúningsnefndin sem stóð að umsókn Englands um HM árið 2018 hafi gert mistök að nota ekki fyrirsætuna umdeildu Jordan sem „aðalvopnið“ í kynningarátakinu.

Eins og kunnugt er fengu Englendingar aðeins 2 atkvæði af alls 22 í kosningu FIFA á dögunum.

Þessi kosning er eins og að taka þátt í X-faktor þætti, þú færð tækifæri til þess að hitta dómarana í nokkra daga. Þeir sem hafa kynþokka og eru eftirminnilegir hafa vinninginn, annað hvort ertu með þetta eða ekki.

Þeir sem stóðu fremstir í röðinn fyrir England voru Vilhjálmur prins, forsætisráðherrann David Cameron og David Beckham.

"Þeir stóðu sig vel og gátu ekki gert betur. Við hefðum í raun getað sent hvern sem er til að kynna umsóknina, Jordan, eða einhvern,“ sagði Redknapp á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×