Varla hægt að endurtaka 2009 ævintýrið 24. ágúst 2010 17:52 Vijay Mallya og Giancarlo Fisichella fagna góðum árangri á Spa brautinni í fyrra. Mynd: Getty Images Vijay Mallaya hjá Force India liðinu telur ólíklegt að liðið nái aftur besta tíma í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu, eins og gerðist í fyrra. Þá varð Giancarlo Fisichella fljótastur og lauk keppni í öðru sæti á eftir Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Force India er í sjötta sæti í stigakeppni bílasmiða, en ökumenn liðsins eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi. Vijay Mallay, eigandi liðsins segir bíl liðsins henta brautum eins og Spa og Monza, sem eru tvö næstu viðfangsefni Formúlu 1 liða. "Það verður erfitt að endurtaka leikinn frá því í fyrra á Spa. Öll lið eru með betri bíla og samkeppnin er hörð, jafnvel um miðjan hóp. Það er lítill munur á milli liða", sagði Mallaya í tilkynningu. "Við höfum náð í stigasæti með reglulegu millibili, nánast á öllum brautum, nema í tveimur þeim síðustu. Við vorum óheppnir. En það eru nýir hlutir á leiðinni hvað búnað bílanna varðar. Við munum þrýsta á betri árangur fram yfir síðasta mótið, í Abu Dhabi. Við eigum möguleika á að ná okkar allra besta árangri og ég mun ekki gefa það eftir baráttulaust", sagði Mallaya. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vijay Mallaya hjá Force India liðinu telur ólíklegt að liðið nái aftur besta tíma í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu, eins og gerðist í fyrra. Þá varð Giancarlo Fisichella fljótastur og lauk keppni í öðru sæti á eftir Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Force India er í sjötta sæti í stigakeppni bílasmiða, en ökumenn liðsins eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi. Vijay Mallay, eigandi liðsins segir bíl liðsins henta brautum eins og Spa og Monza, sem eru tvö næstu viðfangsefni Formúlu 1 liða. "Það verður erfitt að endurtaka leikinn frá því í fyrra á Spa. Öll lið eru með betri bíla og samkeppnin er hörð, jafnvel um miðjan hóp. Það er lítill munur á milli liða", sagði Mallaya í tilkynningu. "Við höfum náð í stigasæti með reglulegu millibili, nánast á öllum brautum, nema í tveimur þeim síðustu. Við vorum óheppnir. En það eru nýir hlutir á leiðinni hvað búnað bílanna varðar. Við munum þrýsta á betri árangur fram yfir síðasta mótið, í Abu Dhabi. Við eigum möguleika á að ná okkar allra besta árangri og ég mun ekki gefa það eftir baráttulaust", sagði Mallaya.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira