Enski boltinn

Ray Wilkins: Rekinn vegna rifildis við Roman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Wilkins og Carlo Ancelotti.
Ray Wilkins og Carlo Ancelotti. Mynd/Nordc Photos/Getty
Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarstjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea, hefur nú sagt frá ástæðunni fyrir því að hann var rekinn frá félaginu á dögunum. Brottreksturinn kom öllum á óvart enda hefur Wilkins verið virtur í sínu starfi. Það borgar sig víst ekki að deila við eigandann, Rússann Roman Abramovich.

Wilkins segist nefnilega hafa verið rekinn fyrir að deila við Roman Abramovich eftir að Chelsea datt út fyrir Inter Milan í Meistaradeildinni síðasta vor.

„Ég tel ekki að ég hafi móðgað hann eða komist í svörtu bókina hjá honum því annars hefði hann rekið mig á staðnum," sagði Ray Wilkins. Hann vildi meira að segja gera lítið úr hversu mikið þeir rifust en það má lesa á milli orðanna að þeir hafi sagt ýmislegt við hvorn annan.







Roman Abramovich.Mynd/AP

„Þetta var ekki beint rifildi eftir Inter-leikinn heldur frekar gott samtal. Allir voru upptrekktir eftir tapið því það var nýbúið að slá okkur út úr Meistaradeildinni. Inter var með gott lið sem hafði unnið okkur sanngjarnt í tveimur leikjum," rifjar Wilkins upp.

„Við erum nógu þroskaðir til að komast í gegnum þetta kvöld og liðið kom til fórum síðan og unnum tvennuna. Eigandanum fannst hinsvegar augljóslega vera þörf á breytingum," sagði Wilkins.

Það hefur hinsvegar lítið gengið hjá Chelsea síðan að Wilkins fór liðið hefur aðeins náð í fimm stig af síðustu átján mögulegum í ensku úrvalsdeildinni og er án sigurs í síðustu fjórum leikjum. Fyrir vikið er liðið dottið niður í 3. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×