Formúla 1

Lokaæfingar keppnisliða í Barcelona

Thierry Henry, leikmaður Barcelona ræðir hér við Lewis Hamilton og báðir eru greinilega í einhverju auglýsingamakki með sama aðila ef marka má bol merkingar þeirra.
Thierry Henry, leikmaður Barcelona ræðir hér við Lewis Hamilton og báðir eru greinilega í einhverju auglýsingamakki með sama aðila ef marka má bol merkingar þeirra. mynd: Getty Images

Formúlu 1 lið eru að leggja síðustu hönd á undirbúning sinn fyrir fyrsta mót ársins í Bahrain eftir hálfan mánuð. Þau keyra í Barcleona út þessa viku og mæta allir helstu ökumenn á svæðið með liðum sínum.

Fjórir meistarar verða meðal keppenda í ár í Formúlu 1. Jenson Button, núverandi meistari, Lewis Hamilton meistari 2008, Fernando Alonso meistari 2005 og 2006 og síðan kóngurinn Michael Schumacher sem varð sjöfaldur meistari og mætir í slaginn á nýjan leik.

Keppnisliðin eru þegar byrjuð að æfa og keyra næstu fjóra daga af kappi. Má fylgjast með æfingum á þessum vefsvæði, fyrir þá sem hafa áhuga á því.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×