Verðlausar bónusgreiðslur orðnar 645 milljarða virði 25. febrúar 2010 13:32 Bónusgreiðslur í formi eitraðra skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr. Í frétt um málið á BBC segir að Credit Susisse hafi tapað 7 milljörðum dollara á síðasta ári, að hluta til vegna ákvarðana best launuðu starfsmanna bankans í fjárfestingum. Stjórn bankans ákvað því í fyrra að greiða þessum starfsmönnum bónusa í formi fyrrgreindra skulda til að kenna þeim lexíu. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að „bónusgreiðslur" þessar hafa vaxið í verðmæti um 72%, það er mun meir en þær fjárfestingar sem þóttu öruggari. Skuldirnar sem um ræðir eru í formi flókinna fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignir eru m.a. verslunarmiðstöð í Japan, stórmarkaðakeðja í Bandaríkjunum og aðrar fasteignir sem höfðu hrapað í verði. Í hámarki fjármálakreppunnar fyrir ári síðan töldu margir að þessir fjármálagerningar væru orðnir verðlausir. Stjórn Credit Suisse taldi því réttast að deila þeim út sem bónusgreiðslum til þeirra starfsmanna sem virtust hafa tekið rangar ákvarðanir. Eftir að fjármálamarkaðir fóru að braggast á fyrrihluta síðasta árs kom í ljós að þessar skuldir voru ekki eins eitraðar og talið var í fyrstu. Eins og fyrr segir hefur verðmæti þeirra aukist um 72% á einu ári en til samanburðar hafa hlutir í Credit Suisse hækkað um 60% á sama tíma. Starfsmenn bankans munu síður en svo óhamingjusamir með þróun mála enda telja margir þeirra sig eiga þetta fyllilega skilið. Credit Suisse er aftur farinn að skila öruggum hagnaði og ólíkt höfuðkeppinautinum UBS þurfti bankinn ekki aðstoð frá svissneskum stjórnvöldum. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bónusgreiðslur í formi eitraðra skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr. Í frétt um málið á BBC segir að Credit Susisse hafi tapað 7 milljörðum dollara á síðasta ári, að hluta til vegna ákvarðana best launuðu starfsmanna bankans í fjárfestingum. Stjórn bankans ákvað því í fyrra að greiða þessum starfsmönnum bónusa í formi fyrrgreindra skulda til að kenna þeim lexíu. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að „bónusgreiðslur" þessar hafa vaxið í verðmæti um 72%, það er mun meir en þær fjárfestingar sem þóttu öruggari. Skuldirnar sem um ræðir eru í formi flókinna fjármálagerninga þar sem undirliggjandi eignir eru m.a. verslunarmiðstöð í Japan, stórmarkaðakeðja í Bandaríkjunum og aðrar fasteignir sem höfðu hrapað í verði. Í hámarki fjármálakreppunnar fyrir ári síðan töldu margir að þessir fjármálagerningar væru orðnir verðlausir. Stjórn Credit Suisse taldi því réttast að deila þeim út sem bónusgreiðslum til þeirra starfsmanna sem virtust hafa tekið rangar ákvarðanir. Eftir að fjármálamarkaðir fóru að braggast á fyrrihluta síðasta árs kom í ljós að þessar skuldir voru ekki eins eitraðar og talið var í fyrstu. Eins og fyrr segir hefur verðmæti þeirra aukist um 72% á einu ári en til samanburðar hafa hlutir í Credit Suisse hækkað um 60% á sama tíma. Starfsmenn bankans munu síður en svo óhamingjusamir með þróun mála enda telja margir þeirra sig eiga þetta fyllilega skilið. Credit Suisse er aftur farinn að skila öruggum hagnaði og ólíkt höfuðkeppinautinum UBS þurfti bankinn ekki aðstoð frá svissneskum stjórnvöldum.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira