Innlent

Krefja ráðherra um aukinn innflutning á kjúklingi

Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Forsvarsmenn samtakanna hafa sent Jóni formlegt bréf þess efnis.

„Án innflutnings er ljóst að ekki verður unnt að sinna þörfum markaðarins og uppfylla óskir neytenda.  Það getur ekki verið hlutverk ráðuneytisins að standa fyrir gamaldags neyslustýringu og koma í veg fyrir aðgengi íslenskra neytenda að heilnæmri matvöru. Að mati samtakanna eru engin efnisleg rök til að standa í vegi fyrir þessum innflutningi, þar sem ekkert kjöt er flutt til landsins nema heilbrigði þess sé vottað af þar til bærum aðilum," segir í bréfinu.

Vegna salmonellusmita hefur þurft að innkalla kjúkling úr verslunum með þeim afleiðingum að framboð er minna en eftirspurn.

SVÞ krefjast þess enfremur að innfluttur kjúklingur verðu án aðflutningsgjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×