Lífið

Fjölskyldur kaupa landsliðstreyjur

Landsliðstreyjurnar hafa selst vel í Jóa útherja fyrir HM í fóbolta.
Landsliðstreyjurnar hafa selst vel í Jóa útherja fyrir HM í fóbolta. fréttablaðið/vilhelm
„Það er búin að vera mjög góð sala," segir Jón Ágúst Eggertsson hjá íþróttaversluninni Jóa útherja. HM í fótbolta er byrjað og hafa landsliðstreyjurnar í versluninni rokið út að undanförnu.

Treyjurnar með Argentínu, Spáni, Þýskalandi og Englandi eru vinsælastar og að sögn Jóns Ágústs er salan meira en fyrir síðustu keppnir. „Það á enginn peninga til að fara til útlanda þannig að menn skemmta sér bara heima yfir HM."

Fjölskyldur hafa verið duglegar við að dressa sig upp fyrir keppnina, þótt sjaldgæft sé að þær kaupi allar sömu tegund af treyju.

Eftir að Inter vann Meistaradeildina í síðasta mánuði seldust treyjur félagsins upp í versluninni.

 „Það fóru allt í einu allir að halda með Inter," segir Jón og bætir við að aðdáendur enska boltans bíði spenntir eftir nýjustu treyjum sinna liða. Mest er spurt um treyjur Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Tvær fyrstnefndu treyjurnar verða með nýjum auglýsingum og er því mörgum kappsmál að eignast þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.