Enski boltinn

Fullyrt að Benitez sé að hætta hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar fullyrða nú í kvöld að Rafael Benitez sé að hætta sem knattspyrnustjóri Liverpool.

Eigendur félagsins munu hafa boðið Benitez þrjár milljónir punda fyrir að hætta en hann skrifaði í fyrra undir fimm ára samning við félagið.

Fjölmiðlar fullyrða enn fremur að samkvæmt samningnum átti Benitez rétt á að fá sextán milljónir punda í bætur ef hann yrði rekinn. Félagið hefur hins vegar ekki efni á að greiða slíka upphæð.

Liverpool átti slæmu gengi að fagna undir hans stjórn á síðasta tímabili. Liðið varð í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool féll svo úr leik í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA.

Benitez hefur verið orðaður við Inter á Ítalíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×