Golf

Tiger mun keppa á Players Championship

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images

Tiger Woods hefur staðfest að hann muni keppa á Players Championship-mótinu sem fer fram í byrjun næsta mánaðar.

Hann staðfesti fyrr í þessum mánuði að hann muni keppa á Quail Hollow-mótinu sem hefst í næstu viku en hann tók fram kylfurnar eftir nokkurra mánaða hlé þegar hann keppti á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði, fyrsta stórmóti ársins.

Players telst ekki til stórmótanna fjögurra en er oft kallað fimmta stórmótið. Mótið er gríðarlega sterkt og veitir hæstu peningaverðlaun allra móta.

„Við erum hæstánægðir með að geta bætt nafni Tiger Woods við keppnislistann á Players og erum sérstaklega þakklátir fyrir að hann hafi tilkynnt um þátttöku sína með svona góðum fyrirvara," sagði Jay Monahan, einn forráðamanna mótsins.

Henrik Stenson fagnaði sigri á mótinu í fyrra en Woods hefur einu sinni áður sigrað á mótinu, árið 2001.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×